Hálf tóm flaska á borðinu stendur
tilbúinn að klárast
blóðrauður vínandinn svífur í loftinu
þau eru hætt að hræðast

Nakin liggja þau þétt við hvort annað
unaður streymir í kring
þau sofa með bæði augun opin
hvorugt vill missa af þessari sýn.

Brátt vekur tíminn þessar ungu sálir
strákurinn skellir sér í föt
hverfur út í daginn,
borðið þrifið, týran slökkt
ævintýri kvöldsins liðið…