bjútíkvín....
Í fjarlægð horfa augu, á ungan fallegan mann
svo fallegan að augun tárast, langa að snerta.
Eign sem ekki fæst gefins, ekki fæst án gjalds
bón, hve oft hefur verið beðið, beðið hans
Ótrúleg fjarlægt, ótrúlegur kuldi, lokar hann úti
Glerhús þakið freistingum, sem auðvelt er að falla fyrir
maður er mannsins gaman að einu leyti
augun biðja aðeins um eitt…..
Snerting þeirra við hörund hans
er ekki næg til að fullnægja þeim þorsta
þau þrá hann, í eirð sinni dá hann, vilja ná taki
á hjarta þessa unga manns….
En nú steðjar lítið að biðja kæra Guð
því augun ná ekki taki, á sál hans, á augum hans
hann sér þig ekki, vill þig ekki, finnur ekki
að það eru augu sem bíða hans..
Það er ein setning í þessu ljóði sem ég vill benda á að er tekin að láni úr spakmæli nokkru, maður er mannsins gaman… Höfundanafnið veit ég ekki, þannig að endilega hjálpið mér…
kveðja jath