Oft er flagð undir fögru skinni,
það hef ég eftir móður minni,
komst að því að speki þessi er sönn,
sama hversu falleg, hversu sæt, hversu grönn
stúlka er, því til hvers að pæla
í manneskju sem alltaf lætur sig æla?

Kvelja fyrir útlit til að þykja flott,
heldur að þá verði allt jolly og gott,
manneskjan er indæl, en veikin hún er til,
breytir allri hugsun, vit fer undir þil,
æla eftir máltíð, kast'upp eftir mat,
finnst ykkur ekki útlit almennt bara frat?

Hver vill vera grannur ef geðveiki fer með,
því þessu fylgir veiki sem skerðir ykkar geð,
horist upp og verðið ekkert nema bein,
og fattið ekki málið, þið verðið oft of sein,
lífið lætur undan, allt svo þú verðir grönn,
og saga þessi verður alltof oft svo sönn.

Passið uppá lífið, þá dýrmætu gjöf,
að eyða tím'í æl, er bara lífsins töf,
ekki hugsa um útlit, hugsið um sál,
það er hú sem kveikir blossan, og stækkar upp í bál,
elskurnar mínar, hættið þessu fljótt,
þetta verður ekkert fallegt, þetta verður meir'en ljótt…

Hm, ég fann lítið meira til að segja, þetta er ort til vinkvenna minna sem eru með búlimíu eða þunglyndar eða eitthvað, ég á því miður þónokkrar þannig. Jú can dú itt, görls!
Kveðja,
Eyrún