Veistu hvað ég fékk?
Faðmlag frá sólinni
svo djúpt að hún
næstum því kæfði mig

Andardráttur lífsins
söng í eyra mitt
er ég lagðist í svefninn
Sofnaði svo í sælunni

Ástin dansaði í kringum mig
hún hló barnslega að mér
ég horfði á hana undrandi
meðan hún brosti til mín

Gleðitárið skriðu niður kinnina
er ég opnaði hjartað mitt
til alheimsins, sem tók mynd af því
og færði það til tunglsins og stjörnurnar

Í myrkrinu fann ég ljós
en ég slökkti á því
því ég vildi upplifa
að finna það aftu
————————————————