orðinn einn af afgöngum kerfisins
stanslaust hvísl fíkninnar er nú orðið að skerandi öskri
suðandi loftstokkurinn syngur gamlri röddu
ég er hræddur
vill bara fá mömmu
kafa andlitinu í heitt og skilningríkt brjóstið
aldrei aldrei sleppa
ég játa dáleiddur einsog í djúpri leiðslu
alla glæpi og misverknaði mannkynsins
stari handjárnaður á fallegt sofandi barn í umferðinni
fæ óþægilegan sting í annars vel múrað hjartað
stari á jökulkallt augnarráð meistara örlaga minna
fyrirlitningin í röddinni reynir ekki að leynast
þylur upp langa ógæfusögu ungs manns sem er ekki hér
heldur staddur einhvers staðar langt langt í burtu
sólin brosir að fagurgrænni fjallshlíðinni
rök glansandi blómin bjóða mig góðan daginn
lækurinn hlær vinalega og himinninn með
“True words are never spoken”