—
Ástin mín…
Ég gæti aldrei lýst því almennilega,
hvernig sem ég myndi reyna,
hvorki með orðum, né gjörðum,
hversu heitt ég elska þig,
hversu mikið ég þrái þig
og hvaða áhrif þú hefur á mig.
Ég myndi gera allt fyrir þig,
því ég treysti þér,
af heilum hug
og vil að þú fáir allt sem þú þráir
og upplifir alla þína fallegu drauma.
Þau segja kannski
að ég sé of ung til að vita,
of ung til að skilja,
…og of ung til að elska.
En sama hvað þau segja
efast ég aldrei.
Ég veit hvað ég vil,
ég vil þig, einan og allan
og ég veit hvaða tilfinningar ég ber til þín.
Ég vil vera með þér,
þér einum, um alla tíð.
Ég vil þroskast með þér og læra,
upplifa, og njóta lífsins með þér.
Kannski er þetta barnalegt,
og óraunhæft að tala svona um framtíðina
þegar maður hefur upplifað svo fátt.
Kannski munu draumar mínir rætast,
og kannski ekki…
En þar til það kemur í ljós
mun ég njóta þess að vera með þér,
elska þig, vera elskuð,
og halda áfram að dreyma um framtíðina,
hlakka til að upplifa meira,
hvort sem það gerist svo eður ei.
Ég elska þig svo mikið,
elsku ástin mín,
meira en nokkur orð fá lýst.
Samt sem áður reyni ég áfram,
eins og ég get,
að gefa þér sem mesta innsýn í hjarta mitt.
Sýna þér hvað ég elska þig og þrái þig,
hvernig þú lætur mér líða,
elskaðri og hamingjusamri.
Hvernig ég svíf á brott er þú kyssir mig,
fæ fiðring er þú snertir mig,
hvernig augnaráð þitt bræðir mig.
Og hvernig alltaf þegar þú opnar þig,
sýnir mér tilfinningar þínar,
segir mér að þú elskir mig
og hrósar mér,
gefur þú mér eina mestu hamingju í heimi.
Ég elska þig,
eins og þú ert,
af öllu hjarta,
alla tíð,
sama hvað gerist.
Ég vona,
af heilum hug
að þú berir sömu tilfinningar til mín.
Og viljir að minnsta kosti reyna,
reyna að láta þessa hamingju,
þessa djúpu ást,
lifa sem lengst.
—
Hehe, vona að þið hafið nennt að lesa í gegnum alla þessa bunu :)…
Jæja, látið nú gamminn geysa og segið mér hvað ykkur finnst :), setjið útá eins og þið getið og segið endilega í leiðinni ef ykkur finnst eitthvað hafa komið ágætlega út ;)
Algjörlega opin fyrir kommentum núna og endilega látið í ykkur heyra ;), langar dálítið að fá svolitla gagnrýni núna :)…helst góða, en ég lifi það nú alveg af þó að þið sleppið ykkur í hinu slæma :)
=)