Ágæti ljóðaunnandi!
Nú er loks komið að því sem staðið hefur til um langa hríð. Frumútgáfa ljóð.is er komin í loftið í dag, 16. nóvember 2001, á Degi íslenskrar tungu og fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar - reyndar skömmu fyrir miðnætti, en þannig er nú það. Til að byrja með verður aðeins hægt að skoða ljóð dagsins, skoða eldri ljóð dagsins, senda inn ljóð til birtingar og skrá sig á póstlista ljóð.is. Aðeins þeim sem skráðu sig á póstlistann er sendur þessi póstur, svona rétt til að verðlauna fólk fyrir þolinmæðina og því er þessi útgáfa ljóð.is hálfvegis neðanjarðar. Tilgangurinn er líka sá að fiska eftir viðbrögðum frá ykkur sem hafið haft nógu mikinn áhuga til að skrá ykkur. Full útgáfa vefjarins með ýmsum krúsídúllum og skemmtilegheitum opnar svo fyrir almenning í desembermánuði.
Bestu þakkir fyrir einstaka þolinmæði og í flestum tilfellum gott lundarfar. Nokkrar skráningarnar sem hafa komið inn voru hvetjandi með svörtum grínundirtóni, s.s. “tafir@leti.is”, “mun.aldrei.opna@bull.com” og fleira í þessum dúr, og kunnum við sendendum bestu þakkir fyrir. Ástæðurnar fyrir óheyrilegum töfum á ljóð.is eru margvíslegar, og einfaldlega þess eðlis að ekki er hægt að tilgreina þær. Hið mikilvæga í málinu er að nú eygir fyrir endann á veginum, og er það vel.
Sem sagt: gleðjumst yfir barnsins fyrsta skrefi og vonum það allra besta.
Njótið vel.
Ljóð.is teymið.
<a href='http://www.ljod.is' target='_blank'>www.ljod.is</a