03.02.04.

Sóley beygir stilk sinn
mót suðri
opnar gula knúppa sína
sólin skín skært.
Sem í hendingu heyrist
hnjúka þeyr.
Hún reisir sig hnarreist
og brosir.
Það er ljúfur blessaður
blærinn
Suðandi fluga fær sér
hunang og frjó
vei
mér er borgið.
Brosandi blíð lokar hún
krónunni
kvöldroðinn leggst yfir
kyrrðin er eilífðin .