Hjartnæm ljóð Rósin

Undir háu hamrabelti
höfði drjúpir lítil rós,
þráir lífsins vængjavíddir
vorsins yl, og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allann
hjartasláttinn, rósin mín,
er kristaltærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.

Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður, kyssa blómið
hversu dýrlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist
aldre, það er minning þín.

Þetta er fallegasta ljóð sem ég hef heyrt, og þetta eina ljóð kom mér alveg í úrslitin í upplestrarkeppni sjöunda bekkjar. en ég vil skrifa niður annað ljóð sem mér fannst líka fallegt, og fylgdi mér líka í gegnum upplestrarkeppnina;

Vornótt í Örfirisey

Við göngum niður Grandaveg,
við göngum saman þú og ég.
Leggjum þögul hönd í hönd,
hnýtum hljóðlát tryggðarbönd.
Við leiðumst ú í Örfirisey,
andar vornótt hlýjum þey.
Tregann finn í hjarta þér,
hjarta mitt er helgað þér.

Og nú er komin kveðjustund,
kveldhúm sveipar okkar fund.
Vef ég örmum vininn minn,
og væti brá við þína kinn.
Engill bjartur bænheyr mig,
bið ég hann að vernda þig.
Þegar hafsins bylgjan blá,
brotnar þiljum Hagbarðs á.

Þó leiðir skilji skamma hríð,
ég skal þig muna alla tíð.
Er næðir svalt við Norðurland,
og nístir hafrót fjörusand.
Við höldum aftur heim á leið,
yfir hranndardjúpin breið.
Og þó brimið byrgji sýn,
bíður heima stúlkan mín.

Þetta ljóð tileinka ég einni persónu, sem mér þykir afar vænt um, þótt hann taki ekki eftir því.

Bæði þessi ljóð eru eftir Guðmund G. Haldórsson