Mér finnst eins og ég
sé að vakna,
vakna í fyrsta sinn.

Það gerðist daginn
sem ég hitti þig.

Líkami minn
fylltist lífi
sem ég hafði aldrei fundið,
vissi ekki að væri til.

Og nú þráir hver taug
í líkama mínum,
þig,
bara þig.

Í fyrsta sinn,
er ég til.
G