sem flest og best fyrir sína að sjá
þetta gat ég en ekki þú!
þær láta mig ekki í friði, viltu pæla?
Hann þótti góður á sínum yngri árum
leit á þetta eins og hvert annað sport
ef þett' væri ólympíuíþrótt kæmist ég á pall
myndi sigra heiminn fyrir land mitt og þjóð
Nú situr hann með sín gömlu veiðiaugu
kemur skyndilega auga á of unga vínveika bráð
hellir í hana eitri þar til líkaminn gefst upp
heldur á máttlausum líkamanum út í vetrarnóttina
dyramotturnar brosa og bjóða góða nótt
“Hann hefur þetta ennþá í sér, kallinn…”
“True words are never spoken”