Þú tekur þér góðan tíma
í að mála þig.
Vanda þig,
við hverja línu í andliti þínu.
Meðan þú sminkar þig
ertu rólega að breiða yfir þig.
Þú hverfur á bak við máluðu grímuna.

Þú klæðir þig í fötin
og klæðir þig í
þá týpu sem þú vilt vera.

Hver dropi af ilmvatninu
færir þig fjær þér
og þú hverfur fyrir nýrri mynd.

Þegar þú gengur út
um dyrnar á heimili þínu,
ertu ei lengur stúlkan
sem vaknaði í morgun,
heldur konan sem mætir í vinnuna.
G