…skjögrandi milli ískaldra skýjanna skilur hann eftir sig ljósbleikar rákir
…blindaður af sólargeislum heldur hann um augu sín sín rennvot af tárum
…vængirnir slitnir og bakverkur hans smígur inn um hverja litla taug
…dúnmjúka skýjabreiðan gleypir hans fætur sem bugast brátt af þreytu
…en hann heldur áfram heldur áfram í áttina að því sem blikar þarna
…þarna sem bláa fleymið og gulhvítu skýjaborgirnar mætast ögn saman
…þarna sem frelsi hans liggur í föðmum föður og friðar…

…engill með vængi syndugur upp fyrir höfuð
…engill með óhreina samviskuskjóðu í sálarhorni
…engill sem sparkað var út úr ríki friðar og fyrirgefningar
…sál sem leitast nú við að finna sælu að nýju…

…engill…

guð tók sinn valdasprota og lét höggin dynja á mér
guð tók mig upp og braut alla liðina undir fjöðrum mínum
guð sem að lofaði að taka við öllum þeim er þurftu ást
sá friðsemdar andi og sá hræsnarapungur …
…hann brást…

ég braut hans reglu og endaði líf mitt sjálfur í sorg
upp til himna heyrðust öll mín sáru einsemdarorg
en því hann hjálpaði mér ei í lífi og hafði ekkert að segja
vildi ég stökkva fram af fjandans brúninni …
…og deyja…



Ég reika nú aleinn í burtu frá fíflunum í Himnaríki!
Því ekkert er raunverulegt í þessu fjandans tilverulíki!
Gervigleði og forrituð fávitabros - geta mér ei breytt!
Svo frekar vil ég ráfa blóðugur og skynja ekki neitt!



Himinninn er líkt og hliðstæð spegilmynd af lífinu hérna niðri í sukkarabælinu Jörð
Hvert einasta augnablik líður í afneitun og við leitumst við að finna sælu
Í hverju horni faðmast innilegar minningar og sameinast í hamingjusömum pörum
En ég ráfa þar einn um líkt og hérna uppi - í ljósrauðu fjandans skýjunum!!!



Á rósrauðu fjandans drottins sköpuðu skýjadýnu
Á leiðinni niður í Helvíti þar sem sálirnar þegja
Ég er blóðugur eftir Himnadvöl - og sorg í lífi mínu
Rekinn brott úr “alsæluvist” - því ég lét mig sjálfan deyja…


-(happynow)pardus-

***
Þetta var ort í mínum dýpstu þunglyndisstundum en ég lét það aldrei inn… núna þori ég að viðurkenna meira hvernig mér leið á þessu tímabili og þess vegna læt ég þetta inn núna. Guð minn góður hvað ég hef verið grófur í ljóðagerð!!!!! ;/ Þetta er með því svakalegasta sem ég hef skrifað (bögg út í guð og svona) en ég skrifa ekkert svo svakalega mikið af því tagi ;þ
Anyways… enjoy og endilega krítiseriði ef þið lesið þetta allt saman ;)
Danni
***
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.