Ég gæti sagt svo margt og mikið,
mælt í hljóði, hafið raust,
þótt í burtu þyrlist rykið,
það kemur aftur endalaust.
Þá er að hamra aftur, aftur,
enn á ný að hækka róm.
Vita hvort að komi kraftur,
kanski með sinn leyndardóm.
Þessi þjóð vill, meira, meira,
meira af öllu, sem er til.
Meira að sjá og meira að heyra,
meira af salti, sér í vil.
Minni vinnu, minni skatta,
meiri tíma til að sjá.
Hvernig megi loksins fatta,
að þurfa ekki að borga þá.
Alveg sama á hvern veginn,
okkar lögum verður breytt.
Alltaf mun það saga seginn,
sumir borga aldrei neitt.
Meðan stjórnvöld reikna og reikna,
reyna að finna hagkvæmni,
situr Páll með Pétri að teikna,
notað tap, með nákvæmni.
Því kanski er best að tapa, tapa,
tapa öllu ef þörf er á.
eignast með því einu að hrapa,
auð sem enginn fær að sjá.
Jafna meira, jafna betur,
jafna, allt á jörðu hér.
Jafna þar til, enginn getur,
jafnað það sem eftir er.
gmaria.
(úr skúffu frá " 95.)