18.01.04

Hugur og heiður himinn
vildirðu vera hér
Allt er svo gott þar inni
sólskyn í hjarta þér

Hjörtun þar glóa saman
hrein og hvít sem ský
Í grasinu hjörtun fundust
finnirðu frið í því.

Sólin er sæl í sinni
sindrar nú hugur minn
Hefurðu hugleitt það bjarta
björg ber við himininn.