um litla gyllta lokkinn,
lokkinn frá ljósinu mínu,
lokkinn frá sólinni minni,
lokkinn frá lífinu mínu,
sem svo skyndilega
var hrifsað burt.
ó, þú varst svo falleg,
og þú varst svo sæt,
þegar þú varst sofandi,
æ sjáðu hvernig ég læt,
grenjandi eins og smákrakki,
sem missti sitt dýrmætasta leikfang.
ég lifði fyrir ljósið mitt,
ég lifði fyrir þig,
án þíns bjarta bross,
hefði ég drepið mig,
og nú ertu horfin á braut,
sólin er horfin úr lífi mínu.
þú grést næstum aldrei,
því alltaf sást í brosið þitt,
eftir öll mín áföll varst það þú,
sem bjargaðir mér ljósið mitt.
ég gleymdi pabba þínum alltaf
þegar þú brostir eins og sólin.
pabbi þinn var vondur maður,
sem vildi öllum eitthvað slæmt,
hann nauðgaði mér og drap mig nánast,
en hann skildi eftir eitthvað gott og næmt,
hann skildi þig eftir er hann flúði á braut,
þú gerðir mér kleift að lifa aftur.
en svo kemur pabbi þinn aftur,
og tekur þig í burtu frá mér,
segir að ég sé dópistahóra,
og vill hafa þig hjá sér.
og ég græt og ég bið en það þýðir ekkert,
brátt gerir hann það sama við þig.
en ég fann einn lokk…..
Ég kreppi fast
um litla gyllta lokkinn,
lokkinn frá ljósinu mínu,
lokkinn frá sólinni minni,
lokkin frá lífinu mínu,
sem svo skyndilega,
var hrifsað burt.
cecilie darlin