langt síðan ég hef samið ljóð.. þaf að lesa þetta með hrynjanda til að ná ríminu… atkvæðarím

það er ég,
ég sem sit fyrir utan gluggan
það ert þú
þú sem stendur fyrir utan
ég get ekki, get ekki
hætt að stara og hugsa
um þig, um þig
stelpan sem varpar ekki skugga

er hún til, er hún til
þessi stelpa sem ég þrái
vil hún mig, bara mig
eða er það annar sem hún dáir
og ég þrái, ég þrái
að hún líti á mig og sjái
að hún vilji mig bara mig
svo þetta hætti að þjá mig

en ég leitaði, ég leitaði
en fann hana ekki
og ég beið og ég beið
eftir henni, en það var erfitt
beit í neglurnar og nagaði
þar til ekkert var eftir
því ég leitaði og leitaði
en fann hana hvergi

svo sá ég brosið, ég sá brosið
og þarna vorum bara við
ég kallaði. ég kallaði
og með fagri röddu hún svaraði
við hlupum, já hlupum
og hún stökk til að faðma mig
kyssti mig, hún kyssti mig
og sagði ég vil bara þig

en ég varð svo sár, svo sár
þegar hún hvarf þegar ég vaknaði

comments