“mamma ég ætla að verða forseti”
sagði ég einu sinni
(og sennilega oftar)
en fyrst ætlaði ég
að verða heilaskurðleiknir
(að mig minnir á tíunda ári)
rétt áður en ég stefndi til Hollywood
þar sem ég myndi sennilega
enda með alltof stórar varir
(og næringarskort)
í efnislitlum fatnaði á hvíta tjaldinu
til þess að selja
en ég var feimin
(og er)
svo að ég ætlaði að gerast einbúi
á fjalli
og eftir því sem ég eltist
hefur þeirri hugmynd skotið upp
í huga mér öðru hverju
því mér á það til að leiðast fólk
(ekki endilega þú
bara allir hinir)
því manneskjan er óáhugavert fyrirbæri
(að mínu mati)
leiðinlega árásargjörn
í garð annarra
særandi og montin
sjálfselsk skeppna
sem telur sig besta í heiminum
kannski er ég of dómhörð
en ég þekki allavegana sjálfa mig