…blind - mállaus - en getur samt heyrt hvað þau segja
…hvernig þau hæðast að henni - hlæja í skjóli heimsku
…hún grætur þöglum tárum - snöktir þögul æ í myrkri
…og ekkasogin kafna í líflausum líkamanum…
…haldið á lífi - sem sýningargripur - tilfinningalaus og sætur
…situr alein á heimili þar sem ofbeldi og harðræði ríkja
…faðirinn drykkjuhrútur - móðirin bæld og barin
…systkinin brosmild - en á líkömum litlum marin
…fyrirbærið í horninu vekur hjá þeim hlátur…
…hendur lamaðar - hún mun aldrei skrifa ljóð um sínar sorgir
…fætur látnir - hún getur aldrei losað sig - og hlaupist brott
…búkur dofinn - hún skynjar aldrei hlýju
…varir þögular - hún getur aldrei öskrað
…augu lokuð - og hún sér aldrei fegurð…
…en hjartað mun engjast og hristast…
…
…hún er voodoodúkkunálapúði fjandans örlaganorna
…hjartað troðið af stikum - sorgarblóðið nær aldrei að þorna
…hún hugsar um allt - sem hún hefði getað skrifað
…hún sér eftir öllu því - sem hún hefði getað lifað
…í eilífu eilífi - er sem hún svífi í skuggum dimmum
…þar sem myrkrið hvílir - og hún berst í heljarrimmum…
…við ímyndaða djöfla - sínar sköpuðu hugsanir
…horfir aftur til svartholsins - það eina sem hún man
…það eina sem hún sér
…og það eina sem er hér…
…
…hjartað engist og hristist…
…en líkaminn situr æ kyrr…
…í horninu þar sem hún hvílir…
…fangi…
…í búri…
…sálin…
…í búri…
…hjartað engist og hristist…
…en engin er leiðin út…
…lömuð föst - en hjartað heldur brott
…úr líkama hennar
…og stefnir þangað
…þar sem lífið er gott
…í draumunum
…þar sem allt annað er gott…
-(stíflaður)pardus- ;/
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.