Vindbarið hjarta hans
hætti að slá
En stúlkuna alltaf hann elskaði þá
Kom hún og fór hún
en ástin ei dó
hugsanir lifa, þó sofi í ró.
Loksins hún aldrei meir
lukti á dyr
þó hjarta hans elskaði aldrei sem fyr
“sæll” sagði stúlkan svo
brosti og nú
eiga þau börn, bíla og stórt kúabú