Undur lífsins
er að gefa hefðbundinni hugsun
vel útilátið kjaftshögg
svo að blóðið renni
niður andlit hugmynda þinna
svo að þú vaknir einn dag
og spyrjir: ,,hver er skilningur minn?”
svo að þú getir horfst í augu
við sjálfan þig í speglinum og sagt: ,,sjá mig!”
Undur lífsins
er að vakna
í faðmi vitneskjunnar um það að
sólarlagið sem þú sérð í dag
muntu aldrei sjá aftu