Myrkrið er þegar sólin
felur sig á bak við skýin
Martröðin er í koddanum
þar er lítið pláss
Litir skýanna eru fagrir
flestir gulir, hvítir, rauðir
Stundum fjólubláir og grænir
Þeir eru líka dökkir og blautir
Ljósið bergmálar litina og skuggana
Mér líður vel í endurvarpi litanna.
Aðvörun sólarlagsins
er fyrir bláan morgun
Rauður röðull rís
við sólarupprás
blár máninn víkur.