Gott hjá þér!
Sorrý, en mér sýndist vera punktur eftir ,,Ögrandi". Sá það eitthvað vitlaust.
Ég les ljóð náttúrulega bara á minn hátt, rétt eins og þú gerir. Aftur á móti máttu ekki fara í vörn, þó svo að það séu einhverjir með skoðanir á því sem þú gerir. Það er ekki nema eðlilegt.
Hitt er aftur á móti annað mál að ég er og starfa sem kennari, íslenskukennari þar að auki. Rífa niður stíl…ég veit það nú ekki, ég er ekki sammála þér þar. Aftur á móti er það nú svo að við öll, ég og þú, þurfum að fá feedback, hvort heldur sem er um efni ljóðanna, málfræði þeirra eða stíl.
Að lokum langar mig til að biðja þig um að benda mér á hvar dæmin fyrir rímljóðum án ljóðstafa eru. Ég tel mig vera nokkuð víðlesinn á íslensk ljóð en á enn eftir að sjá rímuð ljóð án ljóðstafa.
En hinu skaltu halda áfram. Vertu þú sjálfur og skrifaðu eins og þú vilt. Það er gott. Og hvað það varðar tek ég ofan fyrir þér. ;)