Vindurinn blæs,
og blæs.
Ég ræð ekki neinu,
hann blæs.
Særokið þekur,
seltu gluggana,
ég sé ekki lengur,
birtunnar, skuggana.
Ég hugsa í roki,
hvað hugsunum þoki,
í mannsins veröld,
til vænkunar hags.
Hvað skal maður gera,
frá degi til dags ?
Svo maðurinn megi,
að afloknum degi,
á lifsins síns vegi,
orka til ágætis,
þjóðarhags.
Þótt sjái ekki út,
fyrir seltu á gluggum,
hvað gerist í birtu,
þess samfélags.
kveðja.
gmaria.