Litla ljósið skín svo fagurt,
kveikir ljós í sálu mér,
sé litla barnið, sorglegt, magurt,
og hugsa, svona er það, allt útaf þér.
Þú hefur þennan styrk og þetta vald,
þú getur drepið mikið,
þú þykist hafa þol og aðhald,
en hristir Ameríska spikið.
Hvað á þessi sál að gera,
engin mamma, pabbi, ást?
Svona þarf þess líf að vera,
því valdið þitt, það brást.
Augun stækka, tárin streyma,
er niður fellur sprengja,
heilinn vill ekki muna, hann vill gleyma,
þessu ríki öfgadrengja.
Dreptu það bara, segir þú,
það máli engu skiptir,
bara lítið barn með ranga trú,
og litlu lífi burt þú sviptir.
Kveðja,
Eyrún
Ps. Í lokasetningunni var ég ekki viss með rímið en ´þið skiljið meiniguna vona ég:)
Pps. Þá stal ég nafninu frá Sigurrós, fannst það passa vel:Þ