Nú á tímum,
Þar sem bílar þeysa um götur og stræti,
Þar sem krakkar hlaupa um af kæti,
Þar sem jörðin dafnar og deyr,
Og kallar til okkar “ég get ei meir”,
Þá horfumst við í augu hvers annars,
Og hvíslumst í eyru hvors annars,
“þótt heimurin dafni og deyji,
og allir menn séu feigir,
þó himintunglin falli,
og jörðin undir okkur halli,
þó eldurin okkur gleypir,
og vegir lífsins séu sleipir,
þá eigum hvort annað,
og ást okkar kannað,
og engin getur okkur meitt,
þá eigum við hvort annað og fær engin því nokkru breitt.

Með nafninu meina ég að ég er ekki að yrkja til neins sem ég þekki, heldur er ég að yrkja til einhvers sem ég vildi þekkja en hefur ekki fundist.

Kv:
Tabris hin sorgarþrúngna.