Hversvegna, ó hvers vegna fara öll styttri ljóð á korkinn? Það er staðreynd að færri nenna að skoða endalausan kork með ýmsu smallchat heldur en stórar greinar. En þetta er öðruvísi með ljóð. Afhverju þarf stuttum ljóðum að vera troðið á óáberandi stað(þ.e. korka), stað sem enginn nennir að skoða, ergo: enginn skoðar ljóðin. Hvers vegna að mismuna styttri ljóðum? Eru þau eitthvað verri eða ómerkilegri en þau löngu, þannig að þau eigi síður skilið að teljast sem grein? Plús það að ég man ekki eftir að hafa nokkurn tíma fengið stig út á það sem ég hef sent inn á korkinn. Hér er maður að GEFA EITTHVAÐ AF SJÁLFUM SÉR og þarf að gjalda fyrir það að maður hefur ljóðið stutt og hnitmiðað og fær engin stig fyrir!

ÉG SPYR: ER ÞETTA RÉTTLÁTT?