gervöllu fólki, mér, Drottins orðin.
Þeir sem munu staldra við og skoða
sjá að þarna leynast
fordómarnir
og blessuð og þörf, svo guðdómleg, morðin!
Grýttu það barn sem afneitar Drottni!
Gerðu það glatt í frelsarans nafni!
Gættu þess þó að höfuð þess votni
í kirkjunnar skálum,
blessun hljóti
svo það loksins í Himnaríki hafni!
Lestu heilaga og “sanna” ritningu þessa
og kynnstu lygum og ljótleika hennar.
Þeir rituðu um vofur sem mannfólkið blessa
þessir morðóðu en heilögu pennar.
Leyndist Drottinn í rauninni þarna
uppi á himnum, í gylltu setri
og horfir upp á krabbamein barna
myndi ég afneita
tilvist hans glaður
til að halda minni samvisku betri.
Kenningar kirkju: Góðar og brýnar
ef boðun almennra gylltra reglna
kæmi í stað mörg þúsund ára sýnar
sem hvatti svo sterkt til
illu dáðanna
sem illvirkjar framkvæmdu, hennar vegna!
Lestu heilaga og “sanna” ritningu þessa
og kynnstu lygum og ljótleika hennar.
Þeir rituðu um vofur sem mannfólkið blessa
þessir morðóðu en heilögu pennar.
-Danni pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.