Það var eitt sinn fyrir ei ýkja löngu
þótt það virðist fjöldamörg ár
á jörðina féll tár
og um nóttina á lítinn blett virtust falla öll ljósin
og ósinn flutti fræið sem seinna spratt af rósin
og ljósglætan bar hlýju
og andvari, vöktu jörðina af lýju
og líf fæddist að nýju
og vorið leið og vonin jókst
og öllu því tók jörðin þá sem hrósi
og í sólskini og regni blómstraði þá rósin
og sumarið kom og lífið var gott
og almennt í sálum létt var lundin
þótt stunfum gæti þurr orðið grundin
og áleitnari varð blær
og kuldinn færðist nær
það var haust og laufin voru skær
og sólin dofnaði fyrir skýjabökkum
það varð grátt og dofna tóku ljósin
og hægt og bítandi sölna tók þá rósin
Geisaði stormur
skýin áköf hörðum tárum grétu
eftir getu
og illa létu
frosin var jörð
blettinn kól
og að lokum slokknuðu ljósin
og uppgefin lífi sínu dauðanum fórnaði rósin
og er hrímaðan blettinn
einmana og yfirgefinn í nóttunni ég sá
votum augum til himinsins leit ég þá
og í myrkrinu leit ég ljósafjöld
sem höfðu verið þar í marga öld
og í sálu mér vöktu þor
ný rós mun vaxa á blettinum í vor
Einar Steinn Valgarðsson, a.k.a. rumputuski