Ég veit ei
hvar þú ert-
þú ert ekki
hér hjá mér.
Mig vantar þig,
vantar þig,
vantar þig
hér hjá mér.
Þú verður að
koma-
verður að koma
til mín.
Ég þarfnast þín-
þarfnast þín hér
hjá mér, þarfnast
þín.
Það er erfitt að
trúa, trúa því nú,
að þú sért farinn
og komir ei aftur.
Ég mun alltaf
bíða- bíða eftir
þér, þó ég viti
að þú aldrei
komir.
Þú varst mér
sá eini sanni-
já sá eini sanni,
sá eini sanni.
Þú ert enn í
hjarta mínu,
í hjarta mínu,
já það ertu.
Þú varst mér
eins og blómstur
á heitri
sumarnótt.
Ég mun alltaf
heyra rödd þína
í hjarta mér, í
huga mér, í
sálu mér.
Þetta er ljóðið Söknuður. Ég skrifaði það í tíma til að virkja ímyndunaraflið, en bekkjarbróðir minn og bekkjarsystir, Ólafur og Ólína, lásu ljóðið þegar ég orti það, og Ólafur hjálpaði mér að finna efnivið í síðustu 4 erindin, og fá þau bæði bestu þakkir fyrir það. Ég vona að ykkur hafi þótt það gott og endilega segja ykkar álit!
Enginn finna okkur má undir fanna hjarni; daga þrjá yfir dauðum ná dapur sat hann Bjarni.