Sporin

Ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að útskyra þetta.
Ástsandið sem það hefur skilið mig eftir í, er orðlaust.
Í stað hringeggju geggjunar og ótta, er undursamlegt kæruleysi.
Í stað guðleysis er komin tilfining umhyggju.
Síþreyta er komin í stað svefnleysis.
Ég sé fegurð í hlutum sem ég hefði annars aldrei tekið eftir.
Gremja er einhvað sem ég þekki ekki lengur.
Og loks veit ég hvað eðlileg reiði er.
Ég ruglast ekki á vorkun og ást.
Finn hvað hugsunin verður skýrari og sýrari með hverjum deginum.
Ég er loks fær um að læra af mistökum.
Aldargömul skömmin er loks orðin södd.
Ég ekki bara heyri, heldur hlusta.
Ég stend upprétt meðal allra, og ber höfuðið hátt.
Ég hef öðlast kunnáttu á lífinu, menntun sem aldrei verður tekin.