Um að yrkja á íslensku!
Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig skáld í dag setja saman ljóðin sín. Hversu mikið þeir velti fyrir sér þessum ,,einföldu" bragfræðireglum, hvernig myndhverfingar eiga að koma fram, um hvort ljóðin sem þeir yrkja eigi að vera miðleitin eða hvað? Hvort að ljóðskáld hugsi um málfræði þess sem þeir eru að segja, hvort að þð skipti skáldin máli hvort td. ljóð noti sagnir í lýsingarhætti þátíðar, - nútíðar eða hvað, hvort föll no. skipti þá máli eða hvort þeir yrki bara almennt á talmáli? Ég les mikið að ljóðum frá því fyrir seinna stríð og þar kemur fram mikill áhugi og miklar pælingar þessu tengt. Ég verð að viðurkenna að ég tel mig ekki vera dómbæran á það í nútímaskáldskap þar sem ég hef ekki lesið nógu mikið af nútímaljóðum(ort á 9. og 10. áratugnum). Hvað með ykkur? HVernig upplifið þið þetta?