Ég stari með titrandi vonskusvip framan í fólk
sem ég mæti á fjölförnum vegi
það það er því að kenna að ég er svangur og kaldur
og ekki hef fallegt konuhjarta unnið

Hvernig dirfist það að horfa á minn tættann fatnað
sem var þó ekki saumaður af börnum í þrælkun í fjarlægu landi
heldur á dánarbeði aldraðrar móður minnar
sem ég aldrei heyrði kvarta yfir nokkrum hlut

Ég fæ snögglega útrás fyrir fátæklegum örlögum hennar
og gref kalda hnúa mína í fallegan og mettan kvið
jakkafatamanns sem horfði á mig með fyrirlitnislegu glotti
ég læt höggin dynja meðan horaðir vöðvar mínir leyfa

Cruxton
“True words are never spoken”