3 ný ljóð hjá mér.


Hinsta sinn

Ótímabær angist
eins og ég fyrir próf.
Skýsvartur veruleikinn
læðist eftir ganginum
og stöðvast við gluggan.


Hann hellist yfir mig,
einsog regn í fötu samviskunnar.
Og ég lít út á leikvöllinn,
fer með bæn Satans
og dreg andan í hinsta sinn.
Samviska mín hefur sagt sitt síðasta.
Ég myrti hana í nótt.

——–

Breim


Í rómaðri þoku
ástin?
Hún er klisja.
Ég elska þig?
Orðin eru væl.
Breimandi fress
gengur eftir götunni
í von um að finna læðu
sem fullnægir þörfum hans.
Ástin er klisja.
Lífið er loforð.
Orð eru væl.


————

Hugarórar

Ástríðufullur koss
sem ekkert er á bakvið.
Ákveðnar snertingar
sem hita ekki neitt.
Heitir lófar
sem kólna fljótt.

Yfirþyrmandi játningar
sem óma í eyrum mínum.
Kynþokkafullar stunur
sem segja ekkert.
Sveittir líkamar
án bleytu.

Hugarórar
sem smita út frá sér.
Snertingar
sem fylla mann vellíðan.
Þú ert pervert
sem er í lagi.



-Kristjana
1990-