Skýin hópa sig saman
og sólin tekur sér hlé
frá amstri dagsins.

Himininn sendir
kossa sína
á vatnsflötin,
sem vaknar til lífsins,
og hlær,
við hvern kitlandi koss.

Meðan Grasið og blómin,
teygja sig þyrst
til himinsins og keppast
um ástúð þess.
G