Eftir hæfilega sterka, mexíkóska máltíð
drullaði ég á bláu flísarnar í stofunni,
smurði saurnum á loðna bringuna mína,
skvetti rauðri málningu á andlitið á mér,
lét mig falla á dúnmjúkan rúskinnssófann,
titraði og skríkti á áklæðinu í 69 sekúndur,
öskraði Faðir Vorið á finnsku í átt að brotnum spegli,
tók ferlið í heild sinni upp á litadaufa, rússneska kameru
og skírði gjörninginn;
“!pÓlItÍsKaR aNdStÆðUr Í vErÖlD dAuFhYgGðAr PaRt FJÓRIR,5?”

(skrifað nákvæmlega svona)

Verkið er núna sýnt
á risastórum sjónvarpsskjám
í heimsþekktum listagalleríum
um alla veröld.

Að vísu vill enginn tala við mig lengur
en hverju fórnar maður ekki fyrir

…listina?



-Danni pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.