Hjartað það berst
hratt.
Kuldinn hann kemur,
yfirtekur mig,
hellir sér yfir sál mína,
ég er ein.

Ég kalla á hjálp
ein.
En myrkrið það þrengist nær
og ég get ekkert gert,
ég berst um,
ég er ein.

Loksins vinnur myrkrið
sorg.
Það yfirtekur líf mitt
þú ert farinn
kemur ekki aftur,
ég er ein.