Mjög fallegt ljóð
Vivian : Ég held að það sem hún goly meini það að ef að fólk sem er ástfangið líti á einhvern einn hlut, í þessu tilfelli sólin, sem þann kraft sem heldur þeim saman, hvað mun þá gerast ef að sólin fer niður, þá er engin ást lengur til staðar. Þetta er kannski hlutur sem að fólk klikkar oft á, sér fyrir sér mikla ást, sem er í raun ef til vill aðeins losti, dulbúinn í formi ástar sem er í raun og veru aðeins hormón. Þegar lostinn (sólin) er afstaðin, þá er ekki neitt eftir til að halda sambandinu gangandi og þar af leiðandi ekkert til að hita upp kalda og dökka vetrarmorgna.
Þetta er allavegna mín túlkun á ljóðinu.