-Hvað ert þú að gera hérna?

-Þú kallaðir mig hingað. Ef ekki væri fyrir þér þá væri ég bara heima hjá mér í Pleisteisjón, og trúðu mér, ég kýs það fremur en að vera hér. Og í rauninni ert þú að brjóta á réttinum mínum með því að kalla mig hingað, því þetta er augljós frelsisskerðing þar sem ég hef ekkert með þetta mál að gera.

-Jú, sjáðu til…

-Hvað nú?

-…Samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá þá hef ég fullan rétt til að kalla þig hingað ef ég tel þig eiga hlut að máli sem varðar þjóðaröryggi.

-Þessi „nýja“ stjórnarskrá er ekkert nema bull. Ekki man ég eftir að hafa samþykkt hana.

-Ég kallaði þig ekki hingað til að ræða um stjórnarskránna, heldur til að…

-Nei! Ég vill ræða hana. Hún er einfaldur þv…

-Þegiðu! Það er ég sem stjórna umræðunni og þú ræðir einungis það sem ég segi þér að ræða og ég vill ræða um það sem þú sagðir áðan.

-Hvað?

-Þú sagðist frekar vilja leika þér í Soní tölvuspili heldur en að vera hér.

-Ertu að tala um Pleisteisjón.

-Nákvæmlega. Ég meina er það ekki vottur af hræsni að velja það að eyða tíma þínum í þessari „afurð kapítalismans“, eins og þú kallar það.

-Og hvað með það, er það orðið vítavert að vera hræsnari. Ég get ekki betur séð að allur fokking…

***Gættu orða þinna***

-Allt í lagi, …að gjörvallur heimurinn sé djúpt sokkinn í hræsnaskap. Þessi stjórnarskrá sem þér þykir svo vænt um segir nú að öllum sé frjálst að hafa sínar skoðanir hverjar sem þær eru. En fyrir neðan minnist hún á undantekningu ef um meintar „hættulegar“ skoðanir er að ræða. Og það eru væntanlega þínir líkan sem geta valið hvaða skoðanir séu „hættulegar“ og hverjar ekki. Þannig að í rauninni eru það þið sem megið velja hvaða skoðanir eru „löglegar“ og hverjar ekki. Hræsni og ekkert annað.

-*ehem* Þú segir á vefleyðaranum þínum orðrétt. [tilvitnun]Lýðræði? … … … … … … Og nú spyr ég aftur. Hvað ert þú að gera hérna?

-Ég er hérna til að svara fyrir grunsamlegt blogg.

-Fínt þá getum við byrjað. Hvar varst þú 1. desember síðastliðinn klukkan 17:06 nákvæmlega.

-Heima hjá mér, fyrir framan tölvuna að blogga.

-Og vissir þú það þá, að þú værir að gjörvöll heimsbyggðin gæti lesið þennan vefleiðara þinn?

-Já.

-Svo þú viðurkennir að hafa vísvitandi eitrað skoðanir saklausra lesenda.

-Nei, bloggið mitt var ekki eitrað á neinn hátt.

-En því var samt ætlað að hafa þau áhrif á skoðanir fólks að það myndi líta öðruvísi augum á viss aðila. Ekki satt?

-Jú.

-Svo þú viðurkennir að hafa borið sakir sem þú sjálfur villt ekki vera sekur um að aðilum sem hafa ekki verið dæmdir fyrir þær sakir?

-Já.

-Kæri forseti, ég, Tómas Jónsson hef lokið mínu máli. Jón Kristínarson hefur augljóslega viðurkennt að vera óhliðhollur núverandi þjóðfélagsskipulagi og beitt áróðri í þeim efnum að miðla þessum óhollu skoðunum sínum til saklausra og grunlausa þegna þjóðfélagsins. Ég vona að þú, kæri forseti, og þjóðinn öll dæmi hann eftir þessum sökum.

-Takk Tómas Jónsson, enn og aftur hefur þú bjargað íslensku þjóðinni. Og vill Jón Kristínarson eitthvað tjá sig í lokinn?

-Já, drottins er að dæma.

-Því miður, fyrir þig, er þinn eini sanni drottinn á þessu landi forsetinn, sem er rétt í þessu að fara að dæma þig til kvalar og pínu. Ekki satt kæri forseti.

-Já, mikið rétt minn kæri Tómas Jónsson.