sálin sem ég áður unni svo kært.
Vélin mín ber mig á baki sínu
en bindur mig fast að búri mínu.
Á daginn hún starfi mínu sinnir
sér bara verkin og á þau minnir.
Hugsanir deyja, tilfinning dofnar
meðan dagssvefn sálar aldrei rofnar.
Sætur svefn sálar rofinn að nóttu
sorgirnar fóru og hana sóttu.
Hún halda vill vöku allar nætur
og vélin mun drattast þreytt á fætur.
…
Þegar birtuna setur hljóða
og myrkrið teygir sínar greipar
rífur mig inn í nóttina
og heldur mér föstum þar
finn ég líf mitt vakna
hugsanir koma
tilfinningar öskra
og sálina brölta
um það svæði
þar sem hún áður var.
Ýfir upp sárin með beittum fótum
og dregur upp sorgir með öllum rótum.
…
Vélin vakir svo dugleg að degi
en vöku heldur sálin sér eigi.
Að nóttu vélin sefur svo fastast
meðan sál milli sáranna kastast.
…
Vaki að nóttu
og vaki að degi.
Allt vegna vélar
sem vinnur svo mikið
og sálar
sem ég vil helst að þegi…
-Danni pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.