Vó bíddu… ég dreg þetta tilbaka þegar ég virkilega skoða þetta ljóð :/
Þróttlaus sem fjöður
Þar sem fjaðrir eru ekki á lífi geta þær nú harla verið þróttlausar, nema þú sért að meina þetta sem fjöður á flugi sem hefur ekki lengur vind og svífur rólega til jarðar…
hljóðlát sem flygill
Flyglar eru þvert á móti ekki hljóðlátir…
máttlaus sem vindurinn
Ef mér skjátlast ekki þá er vindur eitt af öflugustu náttúruöflum sem til eru og getur valdið miklu tjóni.
þrútin sem snjór.
Snjór er ekki þrútinn, aftur á móti er manneskja sem hefur ofkulnað oft þrútin.
Afsakið en ég hef ekki skoðað ljóðið nógu vel… mér finnst þetta ekkert svo gott… viðlíkingar greinilega misbrúkaðar og ljóðið fjallar lítið sem ekkert um girnd… ég vitna í þessa setningu Hugur sem hætti að girnast.
Annað sem mér fannst nokkuð skrítið eru þessi tvö erindi:
Og í lífinu lék hún
í eigin leikriti.
Blekkingar og svik
sem einkenndu hennar ævi.
Andlit hennar hulið grímu
sem hún sjálf hefur búið til.
Og í skugganum er hún
heldur sér saman
þögul sem nóttin
skýr sem stjörnublik.Kaffærð í lífsins visku
sem dregur úr henni allan kraft.
Þú talar um að hún sé að læðupokast eitthvað í myrkrinu en svo allt í einu að hún sé
skýr sem stjörnublik sem ég myndi túlka á þann hátt að hún sæist auðveldlega…
Það er einnig önnur merking á orðinu skýr sem er notað yfir einhvern sem er vel gefinn en þá er hann nú harla vel gefinn eins og stjörnublik, er það nokkuð? :)