Ég semsagt gerði þetta ljóð áðan, en fyrsta setningin ómaði í höfðinu á mér rétt áður en ég sofnaði í gærkveldi.
Hljóður er dansinn
sem tungurnar dansa,
hljóður er guðinn
sem fjóra ber kransa.
hljóður er söngur
sem fuglarnir syngja,
hljóðar eru göngur
sem elskendur ganga.
Hljóður er vindur
og rigningin með,
hljómlausar kindur
og það sem hafði skeð.
Fagur er ljósdansinn
logarnir dansa,
fagur er einnig mynda guðinn
sem fagra ber kransa.
fagur er augnanna söngur
sem augun mín syngja,
fagrar eru göngur
sem augu mín ganga.
Finn það er vindur
hárið fer með,
mjúkar eru kindur
en eigi það sem hafði skeð.