fallegt ljóð eftir stjúppabba minn sem er tileinkað mér. Hann heitir Atli Jespersen.
Ég dái þig því þú ert þú
og það sem ég er einn með þér,
fyrir það sem þú megnar nú
og það sem þú gerðir mér.
Þú gafst mér meir en nokkur trú
né nokkur örlög megna,
von og byrtu leggur nú,
ástúðar þinnar vegna.
Þú vermdir mitt hjarta með þinni hönd,
hlýtt, en án þess að snerta,
þú hertir þessi tyggðarbönd,
því leggur af þér byrta.
Ég einatt sá þú skyldir mig
og vildir ei mér breyta,
ég þakka að ég hitti þig,
að þitt hár ég mátti skreyta.
Ég veit að við hvert öldugjálf
og þegar dynur bylur,
þú ert ætíð frjáls þú sjálf,
þú ert sannur vinur.