Kennarinn
Allir þig vildu hafa sem bróður,
við virtum þig öll, það dáðu þig allir.
Svo mörgum þú varst alltaf ljúfur og góður
þín hjálpsemi byggði úr skýjunum hallir.
Þér annt var um alla,
það var látið berast.
En við vissum þó varla
hvað átti eftir að gerast.
Skemmtunin nálgaðist, okkur hlakkaði til
leikrit var fundið, byrjað að æfa.
Leikmyndin útbúin, spilað á spil,
enginn skyldi kallaður skræfa.
Svo varstu í svipann hrifin á brott,
í skyndi fyrir allra okkar augum.
Við vissum það strax, þetta var ekki gott,
biðin okkur öll tók á taugum.
Fréttirnar bárust, við brustum í grát,
þessi dýrlegi maður var dáinn.
Mörg hjörtu brostin, öllu tekið með gát,
í gegnum tárin horft út í bláinn.
Tími til að kveðja, kirkjan var full
sorgin var öllum svo mikil.
Með þér var hver stund sem hreinasta gull,
að framtíðinni þú gafst okkur lykil.
Með söknuð og trega ég hugsa um þig enn,
þín hjálp var okkur ómetanleg.
Í heiminum veit ég ey mætari menn,
þín arfleið, hún er yndisleg.
- - - - - - - -
Kveðja,