Svo einmanna hann er,
aðeins elskuna sína sér.
En hamingjuna hún fann,
honum ekki lengur ann.
Svíður mjög í sárin öll.
Svikul var hans fríða mjöll.
Frostrósina elskar, frosinn.
Fríður með brostin brosin.
Lífinu drengurinn vildi ljúka.
Leifa sálinni til himins að fjúka,
enga meiri angist, engin fleiri tár.
Enda öll sín sorgar ár.
Lítill dapur drengur,
um heimin dauður gengur.
Ekkert að gera ekkert að segja.
Einungis hlusta og þegja.