Tilgangur
Þetta skrifaði ég til barnsföðurs míns eitt sinn….
Haltu mér fast við barminn þinn
svo geti ég séð fyrir mér tilganginn
að lifa án þín og með…
Skilið hvers vegna ég er með þér
þrýstu mér þétt og fast að þér
svo hverfi burt efinn í brjósti mér.
Láttu mig þjást af ást til þín
svo geti ég séð fyrir mér tilganginn
að lifa án þín og með…
Kæfðu mig í barmi þér
yljaðu mér við vanga þér
kveiktu í mér með kossi
svo gleymi ég ei því hnossi
er Guð ætlaði mér…
1998