Þetta er skoðun mín á lengdarflokkun ljóða sem viðgengst á þessu áhugamáli.




Út mér pára vanhelg orð
brjótast stafir um í huga
ríf í hár mitt ber í borð
penna brýt læt ann duga

Réttir hafnar rétt er ort
yrki í hólf og hendi
þetta er lítið þetta stórt
hvert ætli það lendi?

Mælistikan hefst á loft
merkja skal það nákvæmt
mælum orðin mælum oft
mælum reglum samkvæmt

Skiptir ei hve kindin jarmar
innihald ríkt eða rýrt
skiptir ei hve kindin sér barmar
þangað skaltu, boðið er skýrt

Orðið geymir þúsund fleiri
gleði breysku blóð
efnið lengdinni margfalt meiri
ekki mæla okkar ljóð.
—–