Leiður er ég orðin,
á lífi mínu eins og það er.
Get ekkert gert í því,
tek hlutunum eins og vera ber.

Að setja saman tölvur,
er mín vinna og mitt fag.
Og spila svo tölvuleiki,
dag eftir dag eftir dag.

Leiður á þessum einfaldleika,
mig vantar eitthvað nýtt.
Mig vantar einhverja til að faðma,
samband sem er hlýtt.

En er það virkilega nóg,
til að gleðja mitt sálartetur.
Hvað vantar í líf mitt,
til að mér líði betur.

Kannski vantar mig konu,
eða lítinn krakka.
Kannski á ég bara að lifa lífinu,
eins of ég hef gert,
og ýta bara á takka.


Geng í gegnum svona dag að minnsta kosti einu sinni í viku. Hef verið þunglyndur í 11 ár, eða síðan ég var 12 ára. Fyrri ljóð koma því í ljós :(