Skrýtið

Svolítið skrýtið
Sumum finnst það
Þú ert eitthvað öðruvísi
Vissulega, en kysstu mig bara

Eilífðar skoðanir á okkur
Mamma og pabbi vilja ekki sjá
Fussa og sveija, farðu að læra
Þetta er ekki satt sonur

En mér finnst það rétt
Kyssa hann, og snerta
og það er ekki létt
að neita og ljúga

Sjáðu mig pabbi
Þótt þú vilt það ekki
þá er sonur þinn hommi

Mamma sem sefur ekki rótt
Neitar mér og grætur hljótt
Pabbi vill mig ekkert hafa
hann vill ekki viðurkenna

Tár mín leka niður kinn
Bleyti uppáhaldskoddan minn
ég er svo skrýtinn

Þú átt mig allan samt
þótt þú sért ekki viss
þá veit ég vel að það er satt
Því augun þín, þau segja allt

Þótt þú kyssir mig í laumi
þá er það í lagi
en komdu út! Út í sólina
Frelsaðu þig, finndu hamingjuna!

-
Ég samdi þetta ljóð eftir að ég sá nýja myndbandið með Sigurrós, sem mér finnst alveg rosalega flott. Þetta myndband kom mér til að hugsa um hvað hommar og lesbíur geta átt erfitt þegar þau koma út úr skápnum og hvað margir sem afneita þeim, sérstaklega foreldrar eða skyldmenni. Annars vona ég að þið verðið góð við hvert annað!

-Lúlli-
————————————————