Hér er hann staddur
Við fjalltoppinn
Frelsið í gegnum vindinn hann finnur
Horfir niður á sjóinn

Sjórinn, það stóra haf
Sjórinn, sem peninga gaf

Fiskuðu hér í gamla daga
Og hlátur lifði lengi
Hversu gaman að lifa
og dansa út á engi

Síðan fór fiskurinn
og vínið tók við
Konan og börnin
Fóru í langt sumarfrí

Nú ætlar hann að dansa sinn síðasta dans
“ég ætla að dansa með skýjunum”
“En fyrst verð ég að taka eitt lítið spor”
Þar með flaug hann með fuglunum
————————————————